Fyrirlestur fyrir forráðamenn í 6.-10. bekk 30.október klukkan 19:30-21:00

Miðvikudaginn 30.október mun verða haldin fyrirlestur á sal Njarðvíkurskóla fyrir forráðamenn og starfsfólk nemenda í 6.-10. bekk, frá klukkan 19:30-21:00.
Margrét Lilja Guðmundsdóttir þekkingarstjóri hjá Planet Youth mun kynna og ræða niðurstöður rannsókna sem tengjast mikilvægi forráðamanna í að byggja upp sterkan grunn fyrir börnin sín.
Við vilj­um að börn­un­um okk­ar líði vel, því þurf­um við að geta átt gott samtal um öryggi þeirra og velferð. Fjallað eru um mikilvægi forráðamanna og hvaða þátt þeir spila í að byggja upp sterkan grunn og bakland fyrir börnin sín. Hvað vitum við? Hverjar eru áskoranirnar og hverju þurfa forráðamenn að huga að til að styðja við börn sín á sem bestan hátt.
Mikilvægt er að sem flestir forráðamenn mæti og sýni í verki að þeir séu virkir þátttakendur á vinnustað barnanna sinna.