Miðvikudaginn 30.október mun verða haldin fyrirlestur á sal Njarðvíkurskóla fyrir forráðamenn og starfsfólk nemenda í 6.-10. bekk, frá klukkan 19:30-21:00.
Margrét Lilja Guðmundsdóttir þekkingarstjóri hjá Planet Youth mun kynna og ræða niðurstöður rannsókna sem tengjast mikilvægi forráðamanna í að byggja upp sterkan grunn fyrir börnin sín.
Við viljum að börnunum okkar líði vel, því þurfum við að geta átt gott samtal um öryggi þeirra og velferð. Fjallað eru um mikilvægi forráðamanna og hvaða þátt þeir spila í að byggja upp sterkan grunn og bakland fyrir börnin sín. Hvað vitum við? Hverjar eru áskoranirnar og hverju þurfa forráðamenn að huga að til að styðja við börn sín á sem bestan hátt.
Mikilvægt er að sem flestir forráðamenn mæti og sýni í verki að þeir séu virkir þátttakendur á vinnustað barnanna sinna.