Nemendur í Ösp
Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin 21. mars fyrir troðfullu húsi. Mikið var um flott atriði sem Ragna Talía Magnúsdóttir, Patrekur Atlason og Hafþór Nói Hjaltason, kynntu til leiks. Nemendur sýndu dansa, leikþætti og söng. Alls voru tíu atriði sýnd sem öll vöktu mikla lukku hjá troðfullu íþróttahúsinu af nemendum, starfsmönnum, forráðamönnum og öðrum gestum.
Eftir árshátíðina fóru allir yfir í skóla þar sem boðið var uppá skúffuköku og gos.
Frábær dagur í alla staði og eiga nemendur og starfsmenn þakkir fyrir skemmtileg atriði og árshátíðarnefndin og nemendur sem unnu viðhátíðina fyrir frábæran undirbúning og skipulag. Einnig þakkar Njarðvíkurskóli starfsmönnum í íþróttahúsi fyrir frábæra aðstoð.
Nemendur sem unnu að hátíðinni voru:
Kristján Freyr Davíðsson, Viktor Garri Guðnason, Frosti Kjartan Rúnarsson, Kristinn Einar Ingvason, Kacper Agnar Kozlowski, Hafþór Nói Hjaltason, Patrekur Atlason, Ragna Talía Magnúsdóttir, Hólmfríður Eyja Jónsdóttir, Jökull Ólafsson, Matthildur Mía Halldórsdóttir, Oskar Patryk Szacon, Sara Björk Logadóttir, Svala Gautadóttir, Kristín Björk Guðjónsdóttir og Hulda María Agnarsdóttir.