Daginn foreldrar/forráðamenn nemenda í Njarðvíkurskóla.
Nú er þriðju viku í samkomubanni að ljúka og páskafrí framundan. Eins og staðan er núna hefur samkomubanni verið framlengt til 4. maí og hefur því sameiginlegri árshátíð nemenda í 8.-10. bekk í Reykjanesbæ sem átti að vera 16. apríl verið frestað en unnið verður að útfærslu eftir aðstæðum þegar mál skýrast betur í lok apríl.
Á fræðsluráðsfundi Reykjanesbæjar var samþykkt í morgun að fyrsti dagur eftir páskafrí, þriðjudagurinn 14. apríl verði starfsdagur í grunnnskólum Reykjanesbæjar. Starfsdagurinn verður nýttur til þess að endurskipuleggja skólastarfið og hópaskiptingu nemenda með tilliti til reynslunnar undanfarnar vikur, sérstaklega til að huga að skipulagi á fjarnámi eldri nemenda og til að ræða um fyrirkomulag námsmats með mögulega breyttu sniði.
Þó er ljóst að nemendur í 1.-6. bekk halda áfram að koma annan hvern dag í skólann og nemendur í 7.-10. bekk halda áfram að vera í heimanámsaðstoð frá kennurum en nánara skipulag á skiptingu á dögum fyrir 1.-6. bekk verður sent frá umsjónarkennurum hvers árgangs.
Við viljum hvetja alla nemendur til að taka þátt í lestrarátaki Mennta- og menningarmálaráðuneytisins en stefnt er að því að landsmenn setji heimsmet í lestri í apríl. Nánari upplýsingar eru á síðu átaksins https://timitiladlesa.is/. Þá vill Vilborg á bókasafninu hvetja nemendur til að passa vel uppá bókasafnsbækurnar svo þær glatist ekki.
Við hvetjum alla til að virða tilmæli Almannavarna og hugsa vel um sig og sína.
Hafið það gott í páskafríinu,
Stjórnendur Njarðvíkurskóla