Eitt af áhersluatriðum skólaársins hjá okkur í Njarðvíkurskóla er að efla samstarf heimilis og skóla og af því tilefni buðum við upp á tvö erindi fyrir forráðamenn og starfsfólk.
Miðvikudaginn 30. október fengum við Margréti Lilju Guðmundsdóttur, þekkingarstjóra hjá Planet Youth á kvöldfund með foreldrum og starfsfólki sem koma að nemendum í 6.-10. Bekk. Erindið nefndi hún „Best saman“ þar sem hún fór yfir hversu mikilvæg samvinna milli heimilis og skóla sem og forráðamanna og barna er. Hún ræddi um öryggi og velferð barna, mikilvægi forráðamanna til að setja mörk og byggja upp sterkan grunn fyrir börnin sín. Eins ræddi hún um hvernig við í sameiningu styðjum börn svo þeim líði vel og séu örugg. Í erindi sínu studdist hún við niðurstöður fyrir nemendur í Njarðvíkurskóla frá Íslensku æskulýðsrannsókninni frá 2023. Frábært erindi og stefnum við á að fá hana aftur til okkar.
Miðvikudaginn 6. nóvember fengum við Dagbjörtu Harðardóttur, sérfræðing frá Heimili og skóla til að kynna fyrir forráðamönnum og starfsfólki sem kemur að kennslu nemenda í 1.-5. bekk farsældarsáttmálann. Frábær mæting var frá forráðamönnum og eftir kynninguna unnu forráðamenn og umsjónarkennarar að gerð farsældarsáttmála fyrir hvern árgang. Mjög gott spjall sem forráðamenn áttu um sameiginlegan ramma fyrir börnin sína og að setja sér gildi og viðmið fyrir farsældarsáttmálann sem tákn um samstöðu forráðamanna. Þá fór hún yfir mikilvægi samstarfs heimilis og skóla sem leiðir til betri líðan nemenda, betri námsárangurs og betri skóla- og bekkjarbrags.
Við þökkum forráðamönnum kærlega fyrir komuna og vera þannig virkir þátttakendur í vinnustað barnanna sinna.