Endurpörun á Mentor appi

Vegna uppfærslu á léni hjá Mentor þurfa þeir notendur sem hafa hlaðið niður öppunum sem tengjast kerfinu að para þau saman á ný.

Hér er að finna leiðbeiningar um endurpörun.

Að para saman aðgang í snjalltæki og tölvu
Mentor býður upp á tvö öpp annað ætlað nemendum og aðstandendum og hitt ætlað starfsfólki. Öppin eru sótt í „Google Play store“ (Android) eða „App Store“ (iOS) með því að slá inn „Infomentor home“ (nemendur/aðstandendur) eða „Infomentor staff“ (starfsfólk) í leitarslóðina.
Þegar búið er að sækja appið er komið að skrefi tvö sem er að para saman snjalltækið og aðgang í tölvu.
Til að para appið við snjalltækið þarf notandinn að skrá sig inn á Mentor aðganginn sinn í gegnum vefinn með vafra í tölvu eða snjalltæki. Við mælum með að para með tölvu.

Ef að viðkomandi er nú þegar komin með appið, þarf að opna það og fara inn í stillingar og ýta strax á afpara. Síðan er hægt að fylgja pörunarleiðbeiningum s.s. með QR kóða hér fyrir neðan.

Nemendur og aðstandendur:
Til að para appið við símann þarft þú að skrá þig inn á Minn Mentor í gegnum vafra í tölvu eða snjalltæki (www.infomentor.is) og velja andlitsmerkið í hægra horni. Undir „App stillingar“ velur þú „para aðgang“ og þá ertu beðinn um að velja þér fjögurra stafa PIN númer og endurtaka það. Að þessu loknu ættir þú að vera kominn inn.
Ef þú velur að setja appið upp í gegnum tölvu en þá býr kerfið til QR kóða sem þú parar við símann með myndavélinni.
(Ath. hafi appið verið sótt í gegnum Minn Mentor þá þarf að útskrá sig og skrá sig inn á ný til að geta parað appið við svæðið).