Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. 15. nóvember var haldið upp á dag íslenskrar tungu í Njarðvíkurskóla með gleðistund á sal, þar sem 16.nóvember bar upp á laugardag.
Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu lögin Gengur betur næst og Dropalagið. Þetta er í 17. skipti sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á degi íslenskrar tungu.
Hátíðin var tvískipt, fyrst 1.-6. bekkur og elstu nemendur á leikskólanum Gimli og síðan 7.-10. bekkur.
Kristinn Einar og Þorgerður Tinna, sem eru formaður og varaformaður nemendafélags Njarðvíkurskóla, voru kynnar á hátíðinni.
Dagskrá yngra stigs:
- Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn og Geirþrúður forskólakennari sá um undirleik.
- Nemendur í 1. bekk sungu lagið Snati og Óli við undirleik Geirþrúðar.
- Nemendur af leikskólanum Gimli sungu lögin, Framtíðin og Dropalagið.
- Bjarki Rafn Steinarsson nemandi í 4. bekk lék á píanó lagið Krummavísur, sem er íslenskt þjóðlag.
- Nemendur í 4. bekk fluttu ljóðið Orð eftir Þórarinn Eldjárn.
- Rósa Kristín í 8. US las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Bríet Silfá í 8. US flutti ljóðið Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson.
- Darri Þór, Berglind Elva og Valgerður Björk fluttu ljóðið Vorvísur og Aría Dupree og Helga Margrét fluttu ljóðið Brósi en þau eru öll nemendur í 6. KE.
- Gísli Grétarsson, Írena Káradóttir, Ísabella Saga og Ísak Númi í 6. EÁJ fluttu ljóðið Stökur eftir Jónas Hallgrimsson.
- Nemendur í 2. bekk sungu Kall sat undir kletti eftir Jórunni Viðar.
- Að lokum sungu allir Skólasöng Njarðvíkurskóla eftir Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla.
Dagskrá eldra stigs:
- Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn.
- Rósa Kristín í 8. US las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Bríet Silfá í 8. US flutti ljóðið Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson.
- Elísa Natnicha nemandi í 9. bekk lék á piano lagið Écossaise eftir Ludvig Van Beethoven.
- Allir sungu Skólasöng Njarðvíkurskóla eftir Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla.
- Nemendur í 10. bekk sýndu þrjár frábærar stuttmyndir úr Gíslasögu, sem þeir höfðu unnið eftir að hafa lesið söguna í íslenskutímum í haust.
- Dagskráin endaði á spurningarkeppni á milli kennara og nemenda undir stjórn nemendaráðs.