Bjarni Fritzson
Bjarni Fritzson kom í dag í Njarðvíkurskóla og las fyrir nemendur í 2.-7. bekk. Bækurnar sem Bjarni las úr voru Orri óstöðvandi - Jólin eru að koma og Salka – Hrekkjavakan. Mikil ánægja var með upplestur Bjarna.
Orri óstöðvandi: Jólin eru að koma
Um bókina: Magga fékk að verja jólunum heima hjá mér og útkoman var rosaleg. Við lentum í snældubrjáluðum Jólahatara sem reyndi að skemma jólin fyrir allri götunni og svo voru foreldrar mínir hársbreidd frá því að aflýsa jólunum. Ég get ekki sagt meira en þetta er rosalegasta jólabók allra tíma, sérhönnuð til þess að koma þér í alvöru jólagír.Magga fékk að verja jólunum heima hjá mér og útkoman varð vægast sagt svakaleg. Við lentum í snældubrjáluðum Jólahatara sem reyndi að skemma jólin fyrir allri götunni og svo munaði minnstu að jólagóðmennska okkar Möggu yrði einhverjum að bana. Foreldrar mínir voru líka hársbreidd frá því að aflýsa jólunum og ógurlegur öryggisvörður sigaði sérsveitinni á mig. Magga tókst á við sinn stærsta ótta og við urðum að kenna grautfúlum Valsstrákunum lexíu í flughálum lokabardaga. Ég vil alls ekki ljóstra of miklu upp en þetta er rosalegasta jólabók allra tíma, sérhönnuð til þess að koma þér í alvöru jólagír.
Salka - Hrekkjavakan
Um bókina: Í tilefni af hrekkjavökunni setti TikTok-stjarnan Gabbi Galdur af stað #graskeraáskorun. Við vinirnir ákváðum að taka þátt enda VIP-boðsmiði í hræðilegasta draugahús Íslandssögunnar í boði og það á sjálfri hrekkjavökunni. Sú ákvörðun átti eftir að verða okkur dýrkeypt og hrinti af stað einni svakalegustu atburðarás lífs míns.
Í tilefni af hrekkjavökunni setti Gabbi Galdur, frægasta TikTok-stjarna Íslands, af stað #graskeraáskorun. Við vinirnir ákváðum að taka þátt enda elskum við að bregða fólki og svo voru verðlaunin svakaleg: VIP-boðsmiði í hræðilegasta draugahús Íslandssögunnar og það á sjálfri hrekkjavökunni. Sú ákvörðun átti eftir að verða okkur dýrkeypt og hrinti af stað einni svakalegustu atburðarás lífs míns. Ég get alls ekki sagt þér meira og er í raun búin að segja þér alltof mikið, en ef þú elskar hræðilega hrekkjavöku-hrekki, TikTok og alvöru spennutrylli, þá er þetta bókin fyrir þig.