Árleg jólakökusamkeppni nemendaráðs

Sigurvegarar samkeppninnar þær Eva og Júlíana
Sigurvegarar samkeppninnar þær Eva og Júlíana

Hin árlega kökukeppni nemendaráðsins fór fram á mánudag og voru kökurnar ótrúlega glæsilegar og frumlegar að vanda.

Dómnefndin var í vanda því kökurnar voru svo góðar og flottar að hún ákvað að allir keppendur fengu bíómiða að launum og svo voru veitt sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Í þriðja sæti voru Rósa og Emma úr 8.bekk með frumlega skímslaköku, í öðru sæti voru Tinna og Helga úr 10.bekk með ótrúlega hreindýraköku og fyrsta sætið tóku þær Eva og Júlíana úr 9.bekk með fallegri Kitkat köku skreytt með  bleikum grísum.