Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla verður haldinn á sal skólans mánudaginn 30. september nk. kl. 17:00-18:30.
Dagskrá er eftirfarandi:
- skýrsla stjórnar
- ársreikningur
- kosning nýrrar stjórnar
- kosning formanns
- önnur mál
Í framhaldi af aðalfundi verður umræðufundur um leiðir til að efla samstarf foreldra og skólans. Foreldrafélagið og stjórnendur Njarðvíkurskóla verða með stutt innlegg inn í umræðuna sem er tækifæri fyrir okkur öll til að eiga samtal og móta hugmyndir um samstarf í þágu barna okkar.
Við hvetjum forráðamenn til að fjölmenna á aðalfundinn og á umræðufundinn í kjölfarið.
Bestu kveðjur,
foreldrafélag Njarðvíkurskóla