Nemendur í 1. bekk héldu 100 daga hátíð þar sem þeir eru búnir að vera í skólanum 100 daga á þessu skólaári. Af því tilefni var skóladagurinn brotinn upp. Nemendur bjuggu til kórónur í tilefni dagsins, unnu 100 daga verkefni, fóru í skrúðgöngu um skólann og fögnuðu nemendur í 2.-5. bekk þeim með lófaklappi. Næst var farið í hreyfileiki á sal skólans, nemendur marseruðu, dönsuðu og fóru í limbó með aðstoð nokkurra stúlka í 10. bekk. Í tilefni dagsins fengu nemendur ís og góðgæti.
Líf og fjör á hundraðasta skóladeginum okkar eins og má sjá á meðfylgjandi myndum.