Skólasetning fyrir skólaárið 2024-2025 verður á sal Njarðvíkurskóla föstudaginn 23. ágúst á eftirfarandi tímasetningum:
- nemendur í 2.-3. bekk kl. 8:30
- nemendur í 4.-5. bekk kl. 9:30
- nemendur í 6.-7. bekk kl. 10:30
- nemendur í 8. bekk kl. 11:30
- nemendur í 9.-10. bekk kl. 12:30
- nemendur í 1. bekk kl. 13:00
Í framhaldi að skólasetningu á sal fara nemendur og forráðamenn í heimastofur með umsjónarkennurum þar sem verður skólakynning og farið yfir áherslur í hverjum árgangi fyrir sig.
Forráðamenn eru hvattir til að fylgja sínum börnum á skólasetninguna.