Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast hjá Skólavinum. Í september ákváðu þeir að prófa að tefla undir beru lofti og hefur það tekist vel.
Skólavinaverkefnið í Njarðvíkurskóla gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum. Skólavinir ganga út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda. Aðal markmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval afþreyingar í fyrri frímínútum, þannig að nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið okkar er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga.