Forsíða > Fréttir

Viðburðir á aðventunni

Á aðventunni höfum við gert margt skemmtilegt til að stytta biðina eftir jólunum.  Rithöfundar hafa heimsótt okkur og lesið upp úr bókum sínum.  Við hittumst á sal og syngjum saman jólalög.  Sr. Brynja Vigdís tók á móti nemendum í aðventustund í Njarðvíkurkirkju og svo var öllum nemendum boðið í hátíðarmat sl. föstudag þar sem starfsmenn þjónuðu til borðs og salurinn var skreyttur.  Myndir frá viðburðum má sjá hér til hliðar í myndasafni.


Til baka