Forsíða > Fréttir

Samtalsdagur 12. október

Nú líður að fyrsta samtalsdegi á þessu skólaári sem verður fimmtudaginn 12. október. 

Bókun foreldraviðtala fer fram í gegnum Mentor og bóka foreldrar sjálfir sína viðtalstíma hjá umsjónarkennara en einnig er hægt að bóka viðtal hjá faggreinakennurum sem og list-, verk- og íþróttakennurum.  Leiðbeiningar um hvernig á að bóka viðtal má sjá hér á myndbandi sem Mentor gaf út, tengillinn er: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Opnað verður fyrir bókun viðtala föstudaginn 6. október og lokað verður fyrir bókanir miðvikudaginn 11. október.

Kennarar munu hafa samband við þá foreldra sem ekki hafa bókað viðtal til að finna tíma sem hentar.

Nemendur koma heim með gátlista um líðan í skóla fyrir viðtalið sem þeir svara heima með foreldrum og eru þeir punktar til umræðu í viðtalinu auk annars.  Nemendur í 1.-7. bekk eiga að skila eyðublaðinu til umsjónarkennara í síðasta lagi föstudaginn 6. október en nemendur í 8.-10. eiga að koma með eyðublaðið í viðtalið.  Mjög mikilvægt er að eyðublaðið skili sér þar sem það er notað til grundvallar í viðtalinu.

Nemendur koma með foreldrum/forráðamönnum í viðtalið.


Til baka