Forsíða > Fréttir

Heimsókn á bílaverkstæði

Á miðvikudaginn (11. september) fórum við í vettvangsferð á bílaverkstæðið Bílbót. Á bílaverkstæðinu fengu nemendur að skoða ýmislegt sem tengist bílum, m.a. hvernig bílar eru sprautaðir og hvað öryggispúðar eru. Það sem kom okkur mest á óvart í þessari ferð að bakvið verkstæðið búa hænur og einn hani! Nemendum fannst það ótrúlega spennandi og skemmtu sér mjög vel. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru til fyrirmyndar. Myndir úr ferðinni má sjá í myndasafni skólans hér til hliðar.

 


Til baka