Forsíða > Fréttir

Ferð á Reyki 2013

Lögðum af stað á Reyki mánudaginn 25. mars og tók ferðin um það bil þrjár klukkustundir. Við komum að Reykjum klukkan 12:00 og fengu allir súpu. Eftir matinn komu nemendur sér fyrir í herbergjum og síðan var mætt í íþróttahúsið þar sem farið var í leiki og skipt upp í hópa. Nemendur fóru í íþróttir, á byggðasafn, í fjöruna og fræddust um undraheim auranna á meðan dvölinni stóð.

Fyrstu þrjú kvöldin voru kvöldvökur en síðasta kvöldið var diskótek fyrir nemendur. Í frítímum gátu nemendur farið í sund, í borðtennis, spilað fótboltaspil og fleira.
Hin fræga hárgreiðslukeppni sem haldin er að Reykjum var á sínum stað og voru það ansi kvenlegir drengir sem mættu í matsalinn á fimmtudeginum með uppsett hár, förðun og margir í kvenmannsfötum. Það voru þreyttir nemendur og kennarar sem komu í Njarðvík föstudaginn 1. mars eftir vel heppnaða ferð en nemendur voru til fyrirmyndar í hegðun og umgengni.
Þess má geta að staðarhaldarar hrósuðu hópnum sérstaklega fyrir umgengni og hegðun þessa viku.
Myndir frá Reykjum má sjá í myndasafni 7. bekkjar

Til baka