Forsíða > Bekkjafréttir

Ferð á kaffihús hjá 8. AH í febrúar 2014

Nemendur í 8.AH brugðu undir sig betri fætinum og fóru á Ráðhúskaffi föstudaginn 7.febrúar en það var umbun sem nemendur voru búnir að vinna sér inn með PBS miðum. Krakkarnir nutu samverunnar og veitinganna sem Angela rekstraraðili kaffihússins bauð upp á. Það er óhætt að segja að nemendur hafi verið til fyrirmyndar í alla staði.

Myndir frá ferðinni má sjá í myndasafni 8. bekkjar.

Flottur hópur nemenda


Til baka